þri 14. september 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wesley ennþá fúll út í Mee - „Þetta var ekki slys"
Wesley lá eftir, illa meiddur.
Wesley lá eftir, illa meiddur.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Wesley hefur verið frá í eitt og hálft ár vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Aston Villa gegn Burnley á þarsíðasta tímabili.

Wesley meiddist eftir tæklingu frá Ben Mee. Micheal Oliver, dómari leiksins, dæmdi ekki brot og VAR gerði ekkert í þeirri tæklingu.

Wesley er kominn á lán hjá Club Brugge í Belgíu en hann var keyptur til Villa frá Club Brugge sumarið 2019.

Wesley var spurður út í meiðslin í viðtali í Belgíu. „Þetta var ekki slys. Ef þú horfir á upptökuna þá sérðu að hann ætlaði að fara í fæturna á mér. Hann kom fljúgandi eins og brjálæðingur," sagði Wesley.

„Núna er það bara hluti af fortíðinni. Hann baðst aldrei afsökunar. Þetta hefðu getað verið endalok ferilsins. Núna verð ég að einbeita mér að nútíðinni," sagði Wesley.


Athugasemdir
banner
banner
banner