Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 14. september 2024 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tryggðu sér annað sæti Lengjudeildarinnar og sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári þegar liðið bar 4-0 sigurorð af Fjölni í Keflavík fyrr í dag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fjölnir

„Tilfinningin er góð. Gaman að vinna og frábær sigur fyrir okkur að vinna Fjölni hérna sem gat með sigri unnið deildina.“

Einu jafntefli breytt í sigur og staðan væri önnur
Eftir vonbriðgði í fyrstu umferðum mótsins fór Keflavíkurliðið að rúlla. Staða liðsins eftir 11.umferð var þó ekkert sérstök eða 9.sæti með 12 stig. Stigasöfnun á seinni helmingi mótsins gekk þó mun betur og sótti liðið alls 26 stig í leikjunum 11 sem er meira en nokkuð annað lið í deildinni. Er einhver leikur sem situr í Haraldi þegar hann horfir til baka?

„Nei það er auðvelt að fara í ef og hefði. En það er samt klárt að ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina.“

Lið ÍR bíður Keflvíkinga í undanúrslitum umspilsins næstkomandi fimmtudag í Breiðholti. Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildinni þetta árið og verður eflaust hart barist. Hvernig leggst verkefnið í Harald?

„Umspil, það er eitthvað nýtt fyrir okkur en það verður bara gaman fyrir okkur að takast á við það verkefni.“

Kamel af velli vegna meiðsla en verður klár gegn ÍR
Einn af lykilmönnum Keflavíkur Sami Kamel var tekinn af velli í hálfleik í dag vegna meiðsla.

„Hann finnur aðeins til í hnénu sem leiðir upp í læri hjá honum svo við ákváðum að taka hann út af í hálfleik.“

Verður hann með gegn ÍR?

„jÁ“
Athugasemdir
banner