Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
banner
   lau 14. september 2024 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tryggðu sér annað sæti Lengjudeildarinnar og sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári þegar liðið bar 4-0 sigurorð af Fjölni í Keflavík fyrr í dag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fjölnir

„Tilfinningin er góð. Gaman að vinna og frábær sigur fyrir okkur að vinna Fjölni hérna sem gat með sigri unnið deildina.“

Einu jafntefli breytt í sigur og staðan væri önnur
Eftir vonbriðgði í fyrstu umferðum mótsins fór Keflavíkurliðið að rúlla. Staða liðsins eftir 11.umferð var þó ekkert sérstök eða 9.sæti með 12 stig. Stigasöfnun á seinni helmingi mótsins gekk þó mun betur og sótti liðið alls 26 stig í leikjunum 11 sem er meira en nokkuð annað lið í deildinni. Er einhver leikur sem situr í Haraldi þegar hann horfir til baka?

„Nei það er auðvelt að fara í ef og hefði. En það er samt klárt að ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina.“

Lið ÍR bíður Keflvíkinga í undanúrslitum umspilsins næstkomandi fimmtudag í Breiðholti. Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildinni þetta árið og verður eflaust hart barist. Hvernig leggst verkefnið í Harald?

„Umspil, það er eitthvað nýtt fyrir okkur en það verður bara gaman fyrir okkur að takast á við það verkefni.“

Kamel af velli vegna meiðsla en verður klár gegn ÍR
Einn af lykilmönnum Keflavíkur Sami Kamel var tekinn af velli í hálfleik í dag vegna meiðsla.

„Hann finnur aðeins til í hnénu sem leiðir upp í læri hjá honum svo við ákváðum að taka hann út af í hálfleik.“

Verður hann með gegn ÍR?

„jÁ“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner