Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. október 2019 10:16
Hafliði Breiðfjörð
Arnar hættir þjálfun Aftureldingar
Arnar Hallsson er hættur þjálfun Aftureldingar.
Arnar Hallsson er hættur þjálfun Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson er hættur þjálfun Aftureldingar en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann tekið ákvörðun um að stíga til hliðar eftir tveggja ára starf.

Arnar tók við Aftureldingu fyrir tímabilið 2018 þegar liðið var í 2. deildinni.

Undir hans stjórn vann liðið deildina það sumar og tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni.

Liðið var í fallbaráttu í Inkasso-deildinni í sumar en náði að halda sæti sínu, enduðu í 8. sæti með 23 stig.

Þetta var fyrsta starf Arnars sem þjálfari meistaraflokksliðs en hann hafði áður þjálfað yngri flokka hjá HK og Víkingi Reykjavík auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari ÍR í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner