Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 16:59
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa líklegastur til að taka við Gróttu
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Grótta verið í viðræðum við Ágúst Gylfason og er talið líklegt að hann muni taka við þjálfun liðsins.

Þróttarar höfðu einnig áhuga á Ágústi en greint var frá því í gær að hann hefði verið í viðræðum við félagið.

Ef Ágúst tekur við Gróttu þá munu hann og Óskar Hrafn Þorvaldsson skipta á starfi en Breiðablik ákvað að láta Ágúst fara og fá Óskar í staðinn.

Grótta kom öllum á óvart á síðasta tímabili þegar liðið komst upp í Pepsi Max-deildina en liðið fór upp um tvær deildir á tveimur árum.

„Við erum í þeirri ótrúlegu stöðu að vera ekki með skýrar hugmyndir um það hvernig við eigum að nálgast næsta tímabil. Við höfum aldrei verið í þessari stöðu áður, í rauninni enginn hjá félaginu," sagði Birgir Tjörvi Pétursson, formaður Gróttu, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Óskar Hrafn var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks fyrir rúmri viku síðan en í kjölfarið var tilkynnt að Halldór Árnason, aðstoðarmaður hans, myndi fylgja honum í Kópavoginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner