Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. október 2021 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég átti mjög góða daga á Tene"
Sólin skein á Jóa Kalla
Sólin skein á Jóa Kalla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann
Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson var gagnrýndur fyrir ferð sína til Tenerife á dögunum. Framundan hjá ÍA er bikarúrslitaleikur gegn Víkingi.

Sjá einnig:
Jói Kalli gagnrýndur fyrir að fara til Tenerife

„Hann er þar og annar af starfsmönnum knattspyrnudeildar ÍA er líka í fríi. Það greinilega nóg til eftir að Ísak var seldur. Þeir ætla að vera klárir í bikarleikinn. Jói mætir heltanaður á hliðarlínuna á Laugardalsvelli eftir níu daga," sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

„Þetta er ákvörðun sem formaðurinn stendur og fellur með. Mér finnst þetta skrítið og hefði bara viljað fresta ferðinni. Það er Evrópa undir," sagði Mikael.

Fótbolti.net spurði Jóa Kalla út í gagnrýnina í viðtali í dag.

„Menn hafa skoðun á því, ég átti mjög góða daga á Tene og náði að hlaða batteríin. Ég var þar frá þriðjudegi til laugardags og það hafði engin áhrif á undirbúning liðsins fyrir leikinn. Það er þessi æfingavika sem skiptir gríðarlega miklu máli og við komum vel undirbúnir inn í leikinn og ætlum okkur að vinna."

Hafði kannski góð áhrif
Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og þú varst ekki á vellinum.

„Ég sá það í sjónvarpinu og var virkilega stoltur af honum. Það hafði kannski góð áhrif á hann að við vorum ekki í stúkunni, ég og mamma hans."

„Það er frábært að sjá þróun hans sem leikmann. Sem knattspyrnuþjálfari finnst mér frábært að fylgjast með svona leikmanni sem hefur lagt gríðarlega mikið á sig og er að uppskera eftir því. Hann er hvergi nærri hættur, er með mikinn gríðarlega metnað og ætlar að halda áfram að bæta sig."

„Sem pabbi hans er ég fullur af stolti. Hann er ekki bara góður fótboltamaður heldur líka frábær persóna og mikil fyrirmynd og ég er rosalega stoltur af því."


Sjá einnig:
Jói Kalli talar Víkinga upp en kemur einnig inn á veikleika þeirra
Jói Kalli talar Víkinga upp en kemur einnig inn á veikleika þeirra
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner