Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 14. október 2021 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli talar Víkinga upp en kemur einnig inn á veikleika þeirra
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli sáttur eftir sigur gegn Keflavík
Jói Kalli sáttur eftir sigur gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, ræddi við Fótbolta.net í dag. ÍA leikur til bikarúrslita á laugardag gegn Víkingi.

„Lokaspretturinn í deildinni var flottur og góður leikurinn gegn Keflavík í undanúrslitunum. Við erum bara brattir, vorum ekkert að hugsa um að komast bara í úrslitaleikinn, við erum komnir í hann til að vinna bikarinn," sagði Jói Kalli.

„Það er risastórt og það sem er mikilvægt fjárhagslega er Evrópukeppnin og spennandi verkefni ef menn komast í það. Númer eitt, tvö og þrjú er að það er titill í boði og það er risastórt. Við erum komnir í úrslitaleikinn til að tryggja knattspyrnufélagi ÍA titilinn og við munum gera allt sem við getum til þess að ná því."

Jói Kalli ræddi undirbúninginn fyrir leikinn og segir að þjálfarateymið hafi haft léttari æfingar í fyrri vikunni eftir undanúrslitin en hefðbundnari æfingar í þessari viku.

„Víkingar eru besta liðið á landinu og frábærlega mannaðir, með markahæsta manninn í Nikolaj Hansen og frábæra leiðtoga í Kára, Sölva og Halldóri Smára líka. Þetta er gríðarlega öflugt lið, líkamlega sterkir en samt með hraða. Þeir eru verðskuldað Íslandsmeistarar og Arnar er frábær þjálfari. Það breytir því ekki að við vitum um veikleika í Víkingsliðinu og þessir tveir leikir í deildinni voru að mínu mati mjög skemmtilegir."

„Þeir hafa átt í erfiðleikum með að brjóta okkur niður og skora mörk á okkur. Að sama skapi teljum við okkur geta nýtt okkur möguleika til þess að skora mörk á þá. Við munum keyra svolítið á veikleikana hjá þeim. Það er kannski erfiðara fyrir Kára og Sölva núna að æfa í tvær vikur og halda sér í toppstandi án þess að lenda í einhverjum meiðslum."

„Við erum alveg brattir að við getum unnið leikinn á okkar hátt þó svo að við búumst við að Víkingarnir verði meira með boltann. Það er ekki bara sú leið sem vinnur fyrir þig fótboltaleiki. Við ætlum að fara í þennan leik til að vinna hann,"
sagði Jói Kalli.

Hann var spurður út í gagnrýnina á sig fyrir að hafa farið til Tenerife í síðustu viku. Svör hans við þeirri og fleiri spurningum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hvort liðið fer í úrslitaleik bikarsins? Leikur á þriðjudag
Athugasemdir
banner