Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 14. október 2021 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli talar Víkinga upp en kemur einnig inn á veikleika þeirra
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli sáttur eftir sigur gegn Keflavík
Jói Kalli sáttur eftir sigur gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, ræddi við Fótbolta.net í dag. ÍA leikur til bikarúrslita á laugardag gegn Víkingi.

„Lokaspretturinn í deildinni var flottur og góður leikurinn gegn Keflavík í undanúrslitunum. Við erum bara brattir, vorum ekkert að hugsa um að komast bara í úrslitaleikinn, við erum komnir í hann til að vinna bikarinn," sagði Jói Kalli.

„Það er risastórt og það sem er mikilvægt fjárhagslega er Evrópukeppnin og spennandi verkefni ef menn komast í það. Númer eitt, tvö og þrjú er að það er titill í boði og það er risastórt. Við erum komnir í úrslitaleikinn til að tryggja knattspyrnufélagi ÍA titilinn og við munum gera allt sem við getum til þess að ná því."

Jói Kalli ræddi undirbúninginn fyrir leikinn og segir að þjálfarateymið hafi haft léttari æfingar í fyrri vikunni eftir undanúrslitin en hefðbundnari æfingar í þessari viku.

„Víkingar eru besta liðið á landinu og frábærlega mannaðir, með markahæsta manninn í Nikolaj Hansen og frábæra leiðtoga í Kára, Sölva og Halldóri Smára líka. Þetta er gríðarlega öflugt lið, líkamlega sterkir en samt með hraða. Þeir eru verðskuldað Íslandsmeistarar og Arnar er frábær þjálfari. Það breytir því ekki að við vitum um veikleika í Víkingsliðinu og þessir tveir leikir í deildinni voru að mínu mati mjög skemmtilegir."

„Þeir hafa átt í erfiðleikum með að brjóta okkur niður og skora mörk á okkur. Að sama skapi teljum við okkur geta nýtt okkur möguleika til þess að skora mörk á þá. Við munum keyra svolítið á veikleikana hjá þeim. Það er kannski erfiðara fyrir Kára og Sölva núna að æfa í tvær vikur og halda sér í toppstandi án þess að lenda í einhverjum meiðslum."

„Við erum alveg brattir að við getum unnið leikinn á okkar hátt þó svo að við búumst við að Víkingarnir verði meira með boltann. Það er ekki bara sú leið sem vinnur fyrir þig fótboltaleiki. Við ætlum að fara í þennan leik til að vinna hann,"
sagði Jói Kalli.

Hann var spurður út í gagnrýnina á sig fyrir að hafa farið til Tenerife í síðustu viku. Svör hans við þeirri og fleiri spurningum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hvernig fer KR - ÍBV á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner