Heimild: RMC Sport

Ísland gerði jafntefli gegn Frakklandi, einu besta liði heims, í undankeppni HM í gær.
Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Alberti Guðmundssyni úr aukaspyrnu.
Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Alberti Guðmundssyni úr aukaspyrnu.
Guðlaugur var í baráttunni við Manu Kone, miðjumann Roma, inn á teignum en Kone var alls ekki sáttur með markið.
„Þetta er brot, hann ýtti mér, sem þýðir að hann fór ekki í boltann. Þótt okkur finnist þetta ósanngjarnt þá er þetta ákvörðun dómarans," sagði Kone.
Frakkar komu til baka í seinni hálfleik með mörkum frá Christopher Nkunku og Jean-Philippe Mateta en Kristian Nökkvi Hlynsson jafnaði metin og tryggði Íslandi dýrmætt stig.
Athugasemdir