Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. janúar 2020 11:01
Magnús Már Einarsson
Aðalsteinn Jóhann tekur við kvennaliði Völsungs (Staðfest)
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Völsungi. Hann tekur við af John Andews sem lét af störfum í haust.

Völsungur vann 2. deildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili og spilar því í 1. deildinni í sumar.

Aðalsteinn Jóhann hefur verið leikmaður hjá meistaraflokki karla í Völsungi en hann hefur einnig þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár.

„Það eru ljóst að stelpnanna og Alla Jóa bíður ærið verkefni á komandi sumri," segir á heimsíðu Völsungs.

„Knattspyrnudeildin er hins vegar í skýjunum með þessa ráðningu. Alli Jói hefur þrátt fyrir ungan aldur gríðarlega reynslu af þjálfun yngri flokka hjá félaginu, hefur sótt sér mikla menntun í faginu (UEFA-A gráðu) og hefur umfram allt gríðarlegan metnað sem þjálfari. Það er því mikil tilhlökkun, eftirvænting og bjartsýni hjá deildinni með þessa ráðningu."

„Alli Jói hefur þó ekki sagt skilið við þjálfun ungra og upprennandi Völsunga. Við þetta sama tækifæri skrifaði hann einnig undir samning við barna- og unglingaráð félagsins um að þjálfa 3. flokk kvenna og 6. flokk karla."

Athugasemdir
banner
banner