banner
   fös 15. janúar 2021 11:25
Elvar Geir Magnússon
Dómstóll ÍSÍ vísar máli Fram frá
Frá heimavelli Fram í Safamýri.
Frá heimavelli Fram í Safamýri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áfrýj­un­ar­dóm­stóll ÍSÍ, Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands­ins, hef­ur vísað frá máli knatt­spyrnu­fé­lags­ins Fram. Frá þessu er greint á mbl.is.

„Máli þessu er vísað frá dómi," seg­ir í dómsorði Áfrýj­un­ar­dóm­stólsins.

Fram hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar, liðið var með jafnmörg stig og Leiknir Reykjavík sem hafnaði í öðru sæti og komst upp í Pepsi Max-deildina. Leiknismenn komust upp á betri markatölu.

Kæra Fram byggðist á því að í Covid-19 reglugerðinni er ekkert sagt til um hvernig skera eigi á milli liða sem hafa sama meðalstigafjölda.

Leiknir var með betri markatölu, fleiri skoruð mörk og með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fram í deildinni í sumar.

Aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ dæmdi KSÍ í hag í kæru Fram í síðasta mánuði og áfrýjunardómstóll KSÍ vísaði í kjölfarið áfrýjun Framara frá. Fram áfrýjaði þá til dóm­stóls Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner