Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. janúar 2021 13:56
Magnús Már Einarsson
Rooney ráðinn stjóri Derby (Staðfest) - Leggur skóna á hilluna
Einbeitir sér að stjóraferlinum.
Einbeitir sér að stjóraferlinum.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri hjá Derby County til frambúðar. Á sama tíma hefur hann ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu.

Rooney hafði verið leikmaður og í þjálfarateymi Derby en hann tók tímabundið við stjórnartaumunum þegar Philip Cocu var rekinn í nóvember.

Síðan þá hefur Derby unnið þrjá leiki og gert fjögur jafntefli og Rooney hefur nú gert tveggja og hálfs árs samning sem stjóri félagsins.

Hinn 35 ára gamli Rooney ætlar að einbeita sér að stjórastarfinu og því eru skórnir farnir á hilluna eftir frábæran feril.

Rooney er markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann skoraði 253 mörk í 559 leikjum með félaginu á sínum tíma. Rooney lék einnig með Everton, DC United og Derby á leikmannaferli sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner