Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. janúar 2022 14:04
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Mark semur við Start (Staðfest)
Bjarni Mark er mættur til Noregs
Bjarni Mark er mættur til Noregs
Mynd: IK Start
Siglfirðingurinn, Bjarni Mark Antonsson, gerði í dag þriggja ára samning við norska B-deildarfélagið Start. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Bjarni, sem er 26 ára gamall miðjumaður, var án félags eftir að samningur hans við sænska B-deildarfélagið Brage rann út á dögunum.

Hann var ekki lengi að finna sér félag og hefur nú gert þriggja ára samning við Start sem leikur í norsku B-deildinni.

„Það er alltaf erfitt að velja rétta kostinn þegar maður er með fleiri tilboð en þegar Start hafði samband þá var valið auðvelt," sagði Bjarni Mark.

„Start er stórt félag og er í fínni borg. Það hafa aðrir Íslendingar verið hér áður og ég hef vitað lengi vel af þessu félagi. Ég elska að vinna og vil vinna eins marga leiki og möguleik er á hjá Start næstu þrjú árin. Ég mun gera allt til að það gangi eftir" sagði hann ennfremur.

Bjarni ólst upp á Siglufirði og spilaði með yngri flokkum KS áður en hann hélt í KA. Hann spilaði eitt tímabil með Fjarðabyggð á láni frá KA áður en hann hélt til Svíþjóðar árið 2018 og samdi við Kristianstad.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner