Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hent í djúpu laugina í 'murderball' á fyrstu æfingu með Breiðabliki
Juan Camilo Perez.
Juan Camilo Perez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Florit, fjölmiðlamaður og ráðgjafi sem starfar í kringum fótboltann í Venesúela, kom hingað til lands á dögunum þar sem hann var að aðstoða tvo leikmenn sem voru að fá félagaskipti hingað til lands.

Juan Camilo Pérez samdi við Breiðablik og Fram krækti í Jesús Yendis. Báðir koma þeir frá Venesúela. Florit aðstoðaði við félagaskiptin.

Hann skrifaði góða grein um ferð sína til Íslands. Hann fékk meðal annars að fylgjast með æfingu hjá Breiðabliki, fyrstu æfingu Perez. Honum var hent í djúpu laugina er hann tók þátt í 'murderball' æfingu Blika.

„Kjarninn í þessari æfingu eru þrjár lykilreglur: Allir dekka sinn mann, boltinn fer aldrei úr leik og leikmenn hætta aldrei að hlaupa. Ef boltinn fer út af vellinum eða ef mark er skorað, þá hendir þjálfari boltanum strax í leik annars staðar á vellinum og hraðinn er áfram til staðar," skrifar Florit.

„Að horfa á þetta frá hliðarlínunni var eins og að fylgjast með FIFA tölvuleik verða að veruleika," skrifaði hann jafnframt. Ringulreið - fram og til baka eins og í FIFA leik - en samt eiginlega ekki; þarna vissu allir hvað þeir voru að gera enda búnir að gera þetta oft. 'Kaos' á besta mögulega máta.

'Murderball' er æfing sem Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hefur gert fræga. Þegar hún er framkvæmd, þá hlaupa menn og hlaupa.

Florit vitnar í aðila frá æfingasvæðinu sem segir: „Þess vegna hlaupum við yfir lið."

Breiðablik skoraði flest mörk, var mest með boltann og pressaði af öllum liðum í efstu deild Íslands á síðustu leiktíð, en samt endaði liðið í öðru sæti efstu deildar.

Hægt er að lesa greinina með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner