Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Húsvíkingar drjúgir gegn Völsungi
Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir í A-deild Kjarnafæðismótsins fyrir norðan þennan laugardaginn.

KA spilaði við Völsung og þar voru tveir Húsvíkingar í liði KA á skotskónum gegn sínum gömlu félögum. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði tvisvar í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleik fyrir þá gulklæddu.

Þorri Mar Þórisson gerði þriðja mark KA og svo batt Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson lokahnútinn á 4-0 sigur KA með marki á 74. mínútu.

KA er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í Kjarnafæðismótinu; liðið er búið að vinna sinn riðil með fullt hús stiga. Völsungur er án stiga eftir tvo leiki.

Þá vann lið KA 2 endurkomusigur gegn Dalvík/Reyni í hinum riðlinum í A-deild. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir DalvíK/Reyni en KA 2 kom til baka í síðari hálfleik og vann leikinn.

Í riðli 2 er Þór á toppnum með sex stig og koma KF og KA 2 þar á eftir með þrjú stig. Dalvík/Reynir er búið að leika alla þrjá leiki sína í riðlinum og er liðið án stiga.

Riðill 1
KA 4 - 0 Völsungur
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('11)
2-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('29)
3-0 Þorri Mar Þórisson ('66)
4-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('74)

Riðill 2
Dalvík/Reynir 1 - 2 KA 2
1-0 Jóhann Örn Sigurjónsson ('27)
1-1 Gunnar Berg Stefánsson ('59)
1-2 Valdimar Logi Sævarsson ('65)
Athugasemdir
banner
banner