Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. janúar 2022 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Víkingur og Valur skildu jöfn
Úr leik Víkings og Vals á síðustu leiktíð.
Úr leik Víkings og Vals á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir að klárast í Reykjavíkurmóti karla á þessum ágæta laugardegi.

Íslandsmeistararnir frá 2020 mættu Íslandsmeisturunum frá því í fyrra þegar Víkingur tók á móti Valsmönnum. Víkingar komust yfir með sprellimarki Helga Guðjónssonar þar sem Sebastian Hedlund hreinsaði boltann í Helga og boltinn fór í boga yfir markvörð Vals.

Valur jafnaði eftir frábæran undirbúning hjá Tryggva Hrafni sem sendi svo á Sigurð Dagsson. Valsmenn voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum, en niðurstaðan var jafntefli.

Bæði þessi lið eru búin að spila tvo leiki og eru með fjögur stig að þeim loknum.

Þá vann Fylkir nokkuð þægilegan sigur á Fjölni. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark sem Hans Viktor Guðmundsson skoraði. Unnar Steinn Ingvarsson bætti svo við öðru marki fyrir Fylki áður en flautað var til hálfleiks.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik gerði Ómar Björn Stefánsson þriðja mark Fylkis og þar við sat - mörkin urðu ekki fleiri. Lokatölur 3-0 fyrir Fylki sem er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Fylkir 3 - 0 Fjölnir
1-0 Hans Viktor Guðmundsson ('20, sjálfsmark)
2-0 Unnar Steinn Ingvarsson ('39)
3-0 Ómar Björn Stefánsson ('55)

Víkingur R. 1 - 1 Valur
1-0 Helgi Guðjónsson
1-1 Sigurður Dagsson
Athugasemdir
banner