Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 15. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Atalanta tekur á móti Roma í beinni
Það eru þrír leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag og þar á meðal er ein afar spennandi viðureign í Meistaradeildarbaráttunni.

Lecce og SPAL eigast við í hörðum fallbaráttuslag í fyrsta leik. Lecce er búið að vinna tvo í röð og komið af fallsvæðinu sem stendur. SPAL vermir botnsætið, sjö stigum eftir Lecce.

Bologna og Genoa eigast svo við en lærisveinar Sinisa Mihajlovic eru á blússandi siglingu og geta blandað sér í Evrópubaráttuna. Genoa er enn í fallsæti þrátt fyrir sigur í síðustu umferð, þremur stigum eftir Lecce.

Í kvöld er leikur sem sannir knattspyrnuunnendur mega ekki missa af. Atalanta, sem er búið að skora 61 mark á deildartímabilinu, tekur á móti skemmtilegu sóknarliði Róma í hörkuleik.

Þrjú stig skilja liðin að í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en Rómverjar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð, gegn Bologna og Sassuolo.

Leikir dagsins:
14:00 Lecce - Spal
17:00 Bologna - Genoa
19:45 Atalanta - Roma (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
2 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
3 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
4 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
5 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
6 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
Athugasemdir
banner
banner
banner