Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 15. mars 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm hjá Valencia með kórónuveiruna
Spænska úrvalsdeildarfélagið Valencia hefur tilkynnt að fimm einstaklingar á meðal leikmanna og starfsfólks félagsins séu með kórónuveiruna. Þeir sem hafa greinst með veruna hjá félaginu eru við góða heilsu.

Þar á meðal er varnarmaðurinn Ezequiel Garay, sem varð fyrsti leikmaðurinn úr spænsku úrvalsdeildinni til að tilkynna að hann væri með kórónuveiruna þegar hann gerði það í morgun.

„Það er klárt mál að ég hef byrjað 2020 með óheppni," skrifaði Garay á Instagram.

Spænsku úrvalsdeildinni var frestað síðasta fimmtudag eftir að leikmenn Real Madrid fóru í sóttkví.

Spánn er það land í Evrópu sem hefur komið næst-verst út úr kórónuveirunni á eftir Ítalíu. Spænsk stjórn­völd hafa tilkynnt að 15 daga útgöngubann taki gildi í landinu á morgun.


Athugasemdir