Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. mars 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leyton Orient fékk stuðningsmenn með sér í Football Manager
Það gekk ekki nægilega vel hjá Leyton Orient í Football Manager.
Það gekk ekki nægilega vel hjá Leyton Orient í Football Manager.
Mynd: Heimasíða Football Manager
Vanalega á laugardögum þá geta stuðningsmenn Leyton Orient fylgst með textalýsingu á Twitter úr þeim leik sem liðið spilar hverju sinni.

Leyton Orient, sem er í 17. sæti ensku D-deildarinnar, átti í gær að spila gegn Bradford, sem er í níunda sæti deildarinnar. Leiknum var hins vegar frestað eins og fjölmörgum öðrum leikjum út af kórónuveirunni.

Þess vegna fengu stjórnendur Twitter-reiknings Leyton Orient snilldarhugmynd. Þeir ræstu tölvuleikinn Football Manager og spiluðu með Leyton Orient gegn Bradford í leiknum.

Stuðningsmenn fengu að taka þátt í að taka ákvarðanir og féll það mjög vel í kramið.

Þess ber skemmst að segja að Leyton Orient tapaði leiknum 1-0, en eftir leikinn var skrifuð skýrsla á heimasíðu félagsins, eins og eftir venjulega fótboltaleiki á laugardögum.

Önnur félög gerðu slíkt hið sama og fóru einhver félög í myllu á Twitter.

Sjá einnig:
Vestri og Stjarnan fóru í myllu á Twitter


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner