Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. mars 2020 13:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik snýr aftur til Brentford
Patrik er markvörður í U21 landsliðinu.
Patrik er markvörður í U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er farinn aftur til Brentford eftir að hafa verið í láni hjá Southend United að undanförnu.

Patrik var fenginn á neyðarláni til Southend í febrúar og endaði hann á því að vera hjá félaginu í um þrjár vikur. Hann átti að spila með liðinu um helgina, en leikjum á Englandi var frestað út af kórónuveirunni.

Patrik, sem er U21 landsliðsmarkvörður, spilaði þrjá leiki með Southend í C-deildinni á Englandi.

Southend er í 22. sæti C-deildarinnar og er liðið í mikilli fallhættu, þar að segja ef að hægt verður að halda keppni áfram. Sol Campbell er þjálfari liðsins og er Hermann Hreiðarsson aðstoðarþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner