Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   þri 15. mars 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Gerrard hefur áhuga á Suarez - Arteta á blaði PSG
Powerade
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez.
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez.
Mynd: EPA
Arteta er á blaði PSG.
Arteta er á blaði PSG.
Mynd: EPA
Suarez, Kane, Lukaku, Haaland, Salah, Pochettino og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, skoðar það að reyna að fá Luis Suarez (35), sóknarmann Atletico Madrid, í sumar. (Athletic)

Manchester United íhugar að gera sumartilboð í Harry Kane (28), sóknarmann Tottenham. (Mirror)

Faðir Lionel Messi hefur hringt í Barcelona til að ræða möguleika á því að argentínski framherjinn (34) geti snúið aftur til félagsins. (90min)

Barcelona mun skoða það að reyna við Romelu Lukaku (28), sóknarmann Chelsea, ef félaginu tekst ekki að fá Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund í sumar. (AS)

Xavi er hrifinn af fjölhæfninni sem egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah (29) myndi koma með í lið sitt. (AS)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, og Antonio Conte, stjóri Tottenham, eru á níu manna óskalista Paris St-Germain ef Mauricio Pochettino verður rekinn. (L'Equipe)

AC Milan telur að hollenski varnarmaðurinn Sven Botman (22) og portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches (24) séu á leið til félagsins. (90min)

Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher (23) verður hvorki seldur né lánaður frá Liverpool í sumar þrátt fyrir áhuga frá úrvalsdeildarfélögum. (Sun)

Manchester City hyggst blanda sér í baráttu við Real Madrid og Manchester United um pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (33) hjá Bayern München ef hann verður fáanlegur í sumar. (Fichajes)

West Ham leggur aukna áherslu á að fá enska varnarmanninn Joe Worrall (25) frá Nottingham Forest en fær samkeppni frá Brentford og Everton. (Sun)

Barcelona og Manchester United hafa áhuga á Raphinha (25), brasilíska sóknarleikmanninum hjá Leeds United. (Football Transfers)

Liverpool hefur einnig áhuga á Raphinha. (Fabrizio Romano)

Liverpool færist nær því að tryggja sér skoska bakvörðinn og vængmanninn Ben Doak (16) frá Celtic. (Athletic)

Fiorentina er í viðræðum við Arsenal um að fá úrúgvæska miðjumanninn Lucas Torreira (26) alfarið en hann er á láni hjá ítalska félaginu. (Fabrizio Romano)

Benfica vill fá Angel di Maria (34), sóknarleikmann Paris St-Germain. (Record)

Albanski markvörðurinn Thomas Strakosha (26) hjá Lazio er á óskalistum enskra úrvalsdeildarfélaga. (Calciomercato)

Spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos (25), sem var á láni hjá Arsenal 2019-2021, er í óvissu með framtíð sína hjá Real Madrid. (AS)

Barcelona færist nær því að tryggja sér marokkóska varnarmanninn Noussair Mazraoui (24) sem rennur út á samning við Ajax í lok tímabilsins. (Sport)
Athugasemdir
banner