Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   mið 15. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Abdul Bangura áfram á Höfn
watermark
Mynd: Sindri
Abdul Bangura, framherji Sindra, verður áfram hjá liðinu næstu tvö tímabil en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag.

Bangura kom fyrst til Sindra árið 2019 og hefur síðan þá spilað 72 leiki og skorað 29 mörk.

Hann hefur verið með allra bestu leikmönnum liðsins og átti stóran þátt í því þegar liðið vann 3. deild á síðasta ári. Framherjinn skoraði 11 mörk í 21 leik.

Bangura er fjölhæfur leikmaður sem getur einnig leyst stöðu miðjumanns.

Það er ljóst að hann verður áfram á Höfn en í dag skrifaði hann undir nýjan tveggja ára samning og mun því taka slaginn með liðinu í 2. deildinni í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner