Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. apríl 2019 16:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Ari Leifsson (Fylkir)
Ari Leifsson.
Ari Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylki er spáð áttunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá Fylkir er það Ari Leifsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Ara Leifsson í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Ari Leifsson

Gælunafn: Á því miður ekkert gott gælunafn.

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2015, kom inná á móti Leikni

Uppáhalds drykkur: Kók í dós.

Uppáhalds matsölustaður: Flatey

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: True detective, Game of Thrones eða It’s always sunny in Philadelphia.

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott og Kanye West

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Albert Brynjar Ingason.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hockey pulver, brjóstsykra og eitthvað hlaup.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Er að leggja af stað

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sem kemur til huga.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Tómas Ingi Tómasson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jóhann Helgi

Sætasti sigurinn: Þegar við tryggðum okkur inkasso titilinn í lokaleiknum á móti ÍR.

Mestu vonbrigðin: Tapa bikarúrslitaleiknum á móti Víking á lokaárinu í 2.fl, við fengum þó dæmdan sigur þar sem þeir voru með ólöglegan leikmann en það er önnur saga.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Már Sævarsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Hafa alla leiki á föstudögum eða laugardögum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kolbeinn Birgir Finnsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Úff þeir eru nokkrir, held klárlega Valdimar Þór áður en hann fór á fast en verð að segja að Natan Hjaltalín sé búinn að eigna sér þennan titil.

Uppáhalds staður á Íslandi: Árbærinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Ragnar Bragi fékk rautt fyrir að kalla dómara Skoffín, það var vel steikt, er ekki viss hvort að einhver veit hvað það þýðir.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set vekjaraklukkuna á

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekki mikið, aðeins með NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði var ákveðið basl.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria með loreen

Vandræðalegasta augnablik: Tók þótt í söngvakeppni í 9.bekk, það var frekar vandræðilegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Klárlega Emil Ásmundsson og Valdimar Þór Ingimundarson svo Björn Metúsalem til að sjá fyrir okkur, maðurinn veit allt.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef tekið þátt í söngvakeppni.

Athugasemdir
banner