Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 15. apríl 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður í stað Eiðs hjá ÍBV? - „Hafa verið einhver samtöl"
Eiður Atli Rúnarsson.
Eiður Atli Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sagði frá því á X um helgina að Eiður Atli Rúnarsson væri á leið á láni til ÍBV frá HK.

Eiður er 22 ára varnarmaður sem lék 17 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili og var hann í æfingahóp U21 landsliðsins fyrr á árinu. Leiknir hafði áhuga á kappanum í vetur en hann endursamdi við HK.

Fyrr í vetur yfirgaf Eiður Aron Sigubjörnsson raðir ÍBV en nýr Eiður virðist vera á leið til Eyja.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

„Það gæti verið, það er ekki orðið klárt, ekki orðið negt. Það hafa verið einhverjar vangaveltur og einhver samtöl," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net í þegar hann var spurður út í málið.

HK fékk miðvörðinn Þorstein Aron Antonsson á láni frá Val fyrir mótið og hefur hann byrjað fyrstu tvo leikina í hjarta varnarinnar. Þorsteinn fékk rautt spjald í gær og verður því í leikbanni í næsta leik.


Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Athugasemdir
banner
banner
banner