Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Jói Kalli framlengir við landsliðið (Staðfest)
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla, sem gildir nú út nóvember 2025.

Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppnina.

Jói Kalli hefur starfað sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í rúmlega tvö ár en hann hefur stýrt HK og ÍA á þjálfaraferli sínum, eftir að hafa átt flottan feril sem atvinnumaður í fótbolta og landsliðsmaður Íslands.

Jói er mikill Skagamaður þar sem hann ólst upp á Akranesi og lék fyrir félagið. Sonur hans er Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins sem leikur á láni hjá Fortuna Düsseldorf í næstefstu deild þýska boltans.

Næstu verkefni A landsliðs karla eru vináttuleikir á útivelli við England og Holland í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner