Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 15. apríl 2025 22:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórt tap hjá Hlín gegn Arsenal
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum þegar Leicester tapaði gegn Arsenal í ensku deildinni í kvöld.

Staðan var orðin 3-0 fyrir Arsenal eftir hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik.

Beth Mead bætti fjórða marki Arsenal við eftir rúmlega klukkutíma leik og stuttu síðar kom Hlín inn á.

Yuka Momiki klóraði í bakkann fyrir Leicester en Victoria Pelova innsiglaði 5-1 sigur Arsenal. Leicester er í 10. sæti með 16 stig eftir 18 leiki.
Athugasemdir
banner
banner