Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. maí 2022 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Hákon Arnar skoraði - Með aðra hönd á titlinum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrra markið í 0-2 sigri Kaupmannahafnar í mikilvægum leik í dönsku titilbaráttunni. Ísak Bergmann Jóhannesson var í einnig byrjunarliði FCK.


Kaupmannahöfn heimsótti Randers og lenti ekki í miklum erfiðleikum. Það var aðeins eitt lið á vellinum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Khouma Babacar, sem hefur gert tæplega 40 mörk í Serie A, kom inn af bekknum þegar Hákon fór út og innsiglaði sigurinn.

Kaupmannahöfn er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar og á aðeins eftir að spila heimaleik gegn Álaborg. Jafntefli þar nægir til að tryggja liðinu Danameistaratitilinn. 

Randers 0 - 2 Kaupmannahöfn
0-1 Hákon Arnar Haraldsson ('60)
0-2 Khouma Babacar ('92)

Þá var engan Íslending að sjá í jafnteflisleik OB og SönderjyskE. Atli Barkarson var ónotaður varamaður hjá SönderjyskE á meðan Kristófer Ingi Kristinsson var fjarri vegna meiðsla. Aron Elís Þrándarson í liði OB er einnig meiddur.

SönderjyskE var þegar fallið niður í B-deildina fyrir viðureignina á meðan OB er að berjast um sjöunda sætið.

Ísak Óli Ólafsson kom þá við sögu í 2-2 jafntefli Esbjerg gegn Vendsyssel í fallbaráttu B-deildarinnar.

Esbjerg er svo gott sem fallið niður í C-deildina, sex stigum frá öruggu sæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Odense 1 - 1 SönderjyskE

Esbjerg 2 - 2 Vendsyssel


Athugasemdir
banner
banner