Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 10:51
Ívan Guðjón Baldursson
Origi fer til Milan á frjálsri sölu
Origi er þekktur fyrir að skora mikilvæg sigurmörk.
Origi er þekktur fyrir að skora mikilvæg sigurmörk.
Mynd: EPA

AC Milan er að ganga frá félagaskiptum Divock Origi sem kemur á frjálsri sölu í sumar samkvæmt áreiðanlegum heimildum.


Origi er költ-hetja hjá Liverpool þar sem hann hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk þrátt fyrir lítinn spiltíma, enda er mikil samkeppni um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu hjá Jürgen Klopp.

Hans verður saknað í Bítlaborginni en hann vill mikilvægara hlutverk og skiptir því um félag.

Origi er 27 ára gamall Belgi sem gerði 41 mark í 174 leikjum á dvöl sinni hjá Liverpool. Hann á 32 landsleiki fyrir Belgíu og hefur spilað fyrir Lille og Wolfsburg á ferlinum. 

Milan er í titilbaráttunni á Ítalíu og mun Origi berjast við menn á borð við Olivier Giroud, Zlatan Ibrahimovic og Ante Rebic um sæti í fremstu víglínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner