Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 15. maí 2025 00:21
Anton Freyr Jónsson
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári og Stjarnan mættust  á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkubikar karla og hafði Stjarnan betur eftir vítaspyrnukeppni en leikið var til þrautar í Akraneshöllinni í kvöld og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

 Kára menn eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu í 120 mínútur í kvöld en Káramenn náðu tvisvar að koma til baka. Fótbolti.net ræddi við Alexander Aron Davorsson sem er einn af þremur þjálfurum Kára.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

„Skrítin tilfinning maður er stoltur en samt á sama skapi svolítið súr, en frábær frammistaða og ég hef ekki séð svona góða frammistöðu neðrideildar liði á móti efstudeildar liði held ég bara á Íslandi."

„Ég held bara að lið verður að liði og margir einstaklingar leggja sig saman að ná einhverju markmiði að þá geturu gert allt og það er bara þannig. Það sem gerist hérna í Kára, strákar með núll krónur, bara passion og líka bara hvernig þeir spiluðu leikinn, Frammistaðan var bara fáránlega góð og ég er bara hrikalega stoltur af leikmönnunum og umgjörðinni, bæjarfélaginu og allir sem komu að leiknum bara frábært."

„Við lendum tvisvar undir í þessum leik og hættum aldrei, það eru fimmtán mínútur eftir í framlengingunni og við höldum áfram og það er fáránlegt hvað það var mikil orka í þessum mönnum. Þetta er bara mikið hrós til þeirra og það væri hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta."



Athugasemdir
banner
banner