Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   fim 15. maí 2025 00:21
Anton Freyr Jónsson
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári og Stjarnan mættust  á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkubikar karla og hafði Stjarnan betur eftir vítaspyrnukeppni en leikið var til þrautar í Akraneshöllinni í kvöld og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

 Kára menn eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu í 120 mínútur í kvöld en Káramenn náðu tvisvar að koma til baka. Fótbolti.net ræddi við Alexander Aron Davorsson sem er einn af þremur þjálfurum Kára.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

„Skrítin tilfinning maður er stoltur en samt á sama skapi svolítið súr, en frábær frammistaða og ég hef ekki séð svona góða frammistöðu neðrideildar liði á móti efstudeildar liði held ég bara á Íslandi."

„Ég held bara að lið verður að liði og margir einstaklingar leggja sig saman að ná einhverju markmiði að þá geturu gert allt og það er bara þannig. Það sem gerist hérna í Kára, strákar með núll krónur, bara passion og líka bara hvernig þeir spiluðu leikinn, Frammistaðan var bara fáránlega góð og ég er bara hrikalega stoltur af leikmönnunum og umgjörðinni, bæjarfélaginu og allir sem komu að leiknum bara frábært."

„Við lendum tvisvar undir í þessum leik og hættum aldrei, það eru fimmtán mínútur eftir í framlengingunni og við höldum áfram og það er fáránlegt hvað það var mikil orka í þessum mönnum. Þetta er bara mikið hrós til þeirra og það væri hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta."



Athugasemdir
banner