Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. júní 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Romano: Memphis að samþykkja tilboð Barca
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um framtíð hollenska framherjans Memphis Depay að undanförnu.

Memphis er stærsta stjarna hollenska landsliðsins og verður samningslaus í sumar eftir fjögur mjög góð ár hjá Lyon í Frakklandi.

Hann er eftirsóttur af stærstu félagsliðum Evrópu og virtust Barcelona, Juventus og PSG öll ætla að berjast um hann í sumar.

Börsungar hafa verið á eftir honum allt keppnistímabilið en félagaskiptin voru í hættu þegar fregnir bárust af betri samningstilboðum frá Juve og PSG.

Núna greinir ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Memphis sé búinn að taka ákvörðun varðandi framtíðina. Hann ætli til Barcelona og sé svo gott sem búinn að samþykkja samningstilboðið.
Athugasemdir
banner
banner