Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. júní 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Schmeichel: Þakklátur fyrir að Christian sé enn með okkur
Christian Eriksen og Kasper Schmeichel eru góðir vinir
Christian Eriksen og Kasper Schmeichel eru góðir vinir
Mynd: EPA
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, er þakklátur fyrir að Christian Eriksen hafi lifað af eftir að hann féll í yfirlið á laugardag gegn Finnlandi.

Tíminn stóð í stað þegar Eriksen féll til jarðar. Næstu augnablik voru erfið og urði erfiðari þegar læknisteymið mætt inn á völlinn og reyndu að hnoða í hann líf.

Læknir danska landsliðsins segir að hjartað hafi stoppað í nokkrar mínútur áður en þeir náðu loks að hnoða í hann líf. Samheldnin í danska liðinu var ótrúleg. Þeir bjuggu til vegg til að gefa Eriksen allt það næði sem hann þurfti.

Sem betur fer endaði allt saman betur en það leit út í fyrstu. Eriksen er í stöðugu ástandi á spítala nálægt Parken, heimavelli danska landsliðsins, en læknar reyna að finna út úr því hvað átti sér stað í raun og veru.

Schmeichel var einn af fyrstu mönnum til að hjálpa. Hann og Simon Kjær, fyrirliði liðsins, voru hetjur á vellinum. Þeir gerðu allt rétt og rúmlega það en hann er í dag þakklátur fyrir að Eriksen hafi lifað atvikið af.

„Ég hef ákveðið að segja sjálfum mér að þetta var góður endir þó svo þetta sé ekki búið enn. Þetta hefði samt getað endað á mun verri hátt," sagði Schmeichel.

„Ég er þakklátur fyrir að vera partur af liði sem stóð saman eins og við höfum gert. Ég er líka ótrúlega þakklátur að Christian sé enn með okkur."

„Ég reyndi að ímynda mér að þetta væri ég sem væri liggjandi á vellinum. Ég vissi að eiginkona hans, börn og foreldrar væru á staðnum þannig ég reyndi að finna þau upp í stúku. Þetta er svo ómennskt ástand sem þau þurftu að upplifa,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner