mán 15. júlí 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Nítján ára og vill vera hjá Atletico Madrid alla sína ævi
Victor Mollejo, ungur leikmaður Atletico Madrid, vonast eftir því að fá fleiri tækifæri með aðalliðinu en hann fékk á síðasta tímabili.

Mollejo þykir verulega mikið efni en hann er einn af betri leikmönnum U19 ára liðs Spánar sem leikur nú á EM í þeim aldursflokki.

„Draumurinn minn er að vera hér hjá Atletico Madrid alla mína ævi. Ég vonast eftir fleiri tækifærum á tímabilinu og það er undir mér komið að nýta þau tækifæri sem ég fæ," segir Mollejo.

Mollejo er fæddur árið 2001 og spilar sem kantmaður.

Hann kom við sögu í þremur leikjum Atletico Madrid á síðasta tímabili. Það er spurning hvort að hann fái fleiri tækifæri eftir að Antoine Griezmann gekk í raðir Barcelona.
Athugasemdir