Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júlí 2020 14:02
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétarsson tekinn við KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KA hefur samið við Arnar Grétarsson um að taka við sem þjálfari liðsins í Pepsi Max deild karla. Samningurinn við Arnar gildir út keppnistímabilið.

KA tilkynnti í morgun að Óli Stefán Flóventsson sé hættur sem þjálfari liðsins. KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fimm leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar og er ennþá án sigurs.

„Aðrar breytingar verða ekki á þjálfarateyminu en fyrir í því eru þeir Hallgrímur Jónasson, Pétur Kristjánsson, Branislav Radakovic og Halldór Hermann Jónsson," segir á heimasíðu KA.

Næsti leikur KA er gegn Gróttu á heimavelli á laugardaginn en þessi lið eru í ellefta og tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni.

Arnar stýrði síðast Roeselare í belgísku B-deildinni. Arnar var ráðinn til Roeselare í fyrrasumar en honum var sagt upp störfum í nóvember eftir fjárhagserfiðleika hjá félaginu og erfitt gengi.

Arnar stýrði Breiðabliki frá 2015 til vorsins 2017 en þá var hann óvænt rekinn eftir einungis þrjár umferðir.

Hinn 48 ára gamli Arnar átti farsælan feril sem landsliðs og atvinnumaður en hann starfaði sem yfirmaður íþróttamála hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brugge í Belgíu áður en hann tók við þjálfun Breiðabliks.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner