Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. ágúst 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Pepe gæti byrjað hjá Arsenal um helgina
Pepe kom inn á sem varamaður í fyrstu umferðinni.
Pepe kom inn á sem varamaður í fyrstu umferðinni.
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe gæti byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Arsenal fær Burnley í heimsókn.

Pepe kom til Arsenal frá Lille á 72 milljónir punda í sumar en hann kom inn á sem varamaður gegn Newcastle um síðustu helgi.

„Ég mun ákveða það á morgun," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður að því hvort Pepe verði í byrjunarliðinu á laugardaginn.

„Ákvörðun mín byggir á því hvernig þeir eru á æfingu á morgun. Pepe er að bæta sig. Hann er að læra hugmyndir okkar, leikstíl og að skilja liðsfélaga sína."

„Líkamlega er hann að verða betri. Hann er nær því að geta hjálpað okkur frá byrjun leikja."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner