Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 11:35
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth búið að samþykkja tilboð frá Sheffield í Ramsdale
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Bournemouth, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í sumar, sé búið að samþykkja 18,5 milljón punda tilboð frá Sheffield United í markvörð sinn Aaron Ramsdale.

Ramsdale er uppalinn hjá Sheffield Utd en var seldur til Bournemouth fyrir eina milljón punda í janúar 2017. Hann vann sér inn byrjunarliðssæti hjá félaginu á nýliðnu tímabili og var meðal bestu manna þrátt fyrir slakt gengi.

Sheffield leitar sér að arftaka fyrir Dean Henderson sem hefur verið hjá félaginu að láni frá Man Utd undanfarin tímabil.

Sheffield ætti að fá 15% af kaupverði Ramsdale vegna ákvæðis í gamla kaupsamningnum en það ákvæði fellur niður þar sem Sheffield er kaupandinn.

Ramsdale er 22 ára gamall og hefur spilað 26 leiki fyrir yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner