lau 15. ágúst 2020 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Mögnuð endurkoma Þórsara
Ellefu mörk í tveimur leikjum
Lengjudeildin
Þór kom til baka í Breiðholti.
Þór kom til baka í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs er markahæstur í Lengjudeildinni.
Joey Gibbs er markahæstur í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið búið að skora í Lengjudeildinni í dag og markaveislan hélt áfram í þeim tveimur leikjum sem voru að klárast.

Það var mikil dramatík í Breiðholtinu þar sem heimamenn í Leikni komust í 3-0 gegn Þór. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvennu og Máni Austmann Hilmarsson kom Leikni í 3-0 fyrir hlé.

Jóhann Helgi Hannesson minnkaði muninn fyrir hlé og það reyndist mikilvægt mark fyrir gestina frá Akureyri. Bjarki SAðalsteinsson skoraði sjálfsmark á 57. mínútu og þegar 20 mínútur voru eftir jafnaði Sigurður Marinó Kristjánsson af vítapunktinum.

Leiknismenn voru líklegri til að skora á lokamínútunum en það voru ekki fleiri mörk skoruð í þessum skemmtilega leik. Þór er í fimmta sæti með 14 stig og Leiknir er í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Keflavíkur, sem vann þægilegan sigur gegn Magna á Grenivík.

Keflavík gekk frá Magna í fyrri hálfleiknum og var staðan 3-0 að honum loknum. Fyrri hálfleikurinn endaði með jafntefli, 1-1, og lokatölur því 4-1 fyrir Keflavík. Joey Gibbs gerði þrennu fyrir Keflvíkinga í leiknum og hann er núna markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk í níu leikjum.

Keflavík er sem fyrr segir á toppnum á meðan Magni er á botninum með eitt stig.

Leiknir R. 3 - 3 Þór
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('4 )
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('13 )
3-0 Máni Austmann Hilmarsson ('43 )
3-1 Jóhann Helgi Hannesson ('45 )
3-2 Bjarki Aðalsteinsson ('57 , sjálfsmark)
3-3 Sigurður Marinó Kristjánsson ('70 , víti)
Rautt spjald: Guðni Sigþórsson , Þór ('92)
Lestu nánar um leikinn

Magni 1 - 4 Keflavík
0-1 Ari Steinn Guðmundsson ('10 )
0-2 Josep Arthur Gibbs ('25 )
0-3 Josep Arthur Gibbs ('38 )
0-4 Josep Arthur Gibbs ('60 )
1-4 Kristinn Þór Rósbergsson ('64 )
Lestu nánar um leikin

Klukkan 18:00 hefst leikur Víkings Ó. og Þróttar R. í Ólafsvík.

Önnur úrslit í dag:
Markalaust í Mosfellsbæ
Fimm mörk á tíu mínútum í ótrúlegum sigri Leiknis
Athugasemdir
banner
banner
banner