Skoska félagið Celtic hefur fest kuap á írska landsliðsmanninum Adam Idah en hann kemur frá Norwich City fyrir 9,5 milljónir punda.
Idah, sem er 23 ára gamall sóknarmaður, var á láni hjá Celtic á síðustu leiktíð og vann bæði deild- og bikar með liðinu.
Skosku meisturunum leist afar vel á framherjann og hefur nú keypt hann frá Norwich.
Hann skrifaði undir fimm ára samning og mun Norwich fá 15 prósent af endursöluverði leikmannsins.
Idah gerði frábærlega með Celtic á síðustu leiktíð. Hann kom á láni í janúarglugganum og tókst að skora 9 mörk í 19 leikjum sínum, þar á meðal sigurmark í úrslitaleik bikarsins gegn erkifjendum þeirra í Rangers.
???????????? He's home!#CelticFC is delighted to announce the signing of Irish international striker Adam Idah from Norwich on a five-year deal - subject to international clearance ?????#WelcomeHomeAdam????
— Celtic Football Club (@CelticFC) August 14, 2024
Athugasemdir