Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 15. ágúst 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Frá Norwich til Celtic (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Celtic hefur fest kuap á írska landsliðsmanninum Adam Idah en hann kemur frá Norwich City fyrir 9,5 milljónir punda.

Idah, sem er 23 ára gamall sóknarmaður, var á láni hjá Celtic á síðustu leiktíð og vann bæði deild- og bikar með liðinu.

Skosku meisturunum leist afar vel á framherjann og hefur nú keypt hann frá Norwich.

Hann skrifaði undir fimm ára samning og mun Norwich fá 15 prósent af endursöluverði leikmannsins.

Idah gerði frábærlega með Celtic á síðustu leiktíð. Hann kom á láni í janúarglugganum og tókst að skora 9 mörk í 19 leikjum sínum, þar á meðal sigurmark í úrslitaleik bikarsins gegn erkifjendum þeirra í Rangers.


Athugasemdir
banner
banner