Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 15. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gæti samið við Shabab þrátt fyrir að hafa fallið á læknisskoðun
Mynd: Getty Images
Kurt Zouma, varnarmaður West Ham á Englandi, er staddur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og bíður átekta eftir að hafa fallið á læknisskoðun hjá Shabab Al-Ahli.

Zouma ferðaðist í síðustu viku til Dúbaí eftir að West Ham og Shabab náðu samkomulagi um miðvörðinn.

Þessi 29 ára gamli leikmaður féll á læknisskoðun og var því búist við að félagaskiptin myndu renna út í sandinn, en viðræður eru enn í gangi við Zouma og umboðsmann hans.

Tvennt er í stöðunni hjá West Ham: Að rifta samningi við Zouma og leyfa honum að fara frítt til Shabab, eða lána hann í eitt tímabil og greiða laun hans, en samningur Zouma við West Ham rennur út á næsta ári.

Félögin eru að reyna finna lausn í þessu máli en Shabab er ekki eina félagið sem er á eftir Zouma og því ólíklegt að hann verði áfram í Lundúnum á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner