Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna gegn Víkingi Ólafsvík í dag en með sigrinum tryggði Njarðvík sér áframhaldandi veru í Inkasso deildinni.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 - 2 Njarðvík
"Þetta var geggjaður sigur. Að koma hingað og vera einum færri í áttatíu og eitthvað mínútur og taka sigur er bara geggjað," sagði Rafn eftir leikinn.
"Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að halda okkur uppi og þessi sigur var risastór í því markmiði. Ég held að þetta sé einn stærsti sigur í sögu félagsins."
Nánar er rætt við Rafn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir