Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Fjolla Shala: Reikna með stórskemmtilegum samba fótboltaleik
Fjolla Shala.
Fjolla Shala.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég reikna með stórskemmtilegum samba fótboltaleik," segir Fjolla Shala miðjumaður Breiðabliks um stórleikinn gegn Val í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Liðin mætast á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Bæði lið eru taplaus í sumar en Breiðablik er tveimur stigum á eftir Val fyrir leikinn í kvöld.

„Við förum í þennan leik eins og hvern annan fótboltaleik. Það er engin pressa á okkur, við munum bara spila okkar leik í 90 mín og úrslitin koma í ljós eftir það," sagði Fjolla.

„Þetta verður hörkuleikur og mjög jafn leikur og ef við spilum okkar leik þá verða úrslitin jákvæð fyrir okkur."

Fyrri leikur liðanna í sumar endaði með 2-2 jafntefli en hver er lykillinn að sigri í kvöld? „Fyrst og fremst að spila okkar leik og drepa leikinn sem fyrst með nokkrum mörkum."

Íslandsmeistaratitillinn er í húfi í kvöld og Fjolla vonast til að fá góðan stuðning frá Blikum í stúkunni. „Já alveg klárlega. Stuðningur úr stúkunni verður okkar 12 maður," sagði Fjolla að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner