Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill að Arsenal blandi sér í baráttuna um Sancho
Sancho í landsleik.
Sancho í landsleik.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sérfræðingur á Sky Sports, vill að sitt fyrrum félag, Arsenal, berjist um leikmenn eins og Jadon Sancho.

Sancho er 19 ára gamall enskur kantmaður sem hefur slegið í gegn með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Með frammistöðu sinni í Þýskalandi hefur hann unnið sér sæti í enska landsliðinu.

Sancho hefur verið sterklega orðaður við Manchester United, en Merson vill að Arsenal blandi sér í baráttuna um hann.

„Þú verður að virða það sem hann gerði, að fara til Þýskalands til þess að fá fleiri mínútur. Þetta er erfið deild, ný menning og hann hefur staðið sig frábærlega," sagði Merson við Daily Star.

„Margir leikmenn vilja bara laun, hvort sem þeir eru að spila eða ekki. En hann vildi spila."

„Ég held að við munum sjá hann í ensku úrvalsdeildinni fyrr eða síðar. Næsta sumur munu félög bítast um hann. Manchester Untied virðist kunna vel við hann, og Arsenal ætti að gera það líka. Manchester City gæti jafnvel viljað fá hann aftur," sagði Merson.

Sancho var hjá Manchester City áður en hann fór til Dortmund, en hann spilaði aldrei með aðalliðinu í keppnisleik þar.

Arsenal er með góða sveit sóknarlega. Nicolas Pepe var keyptur fyrir rúmar 70 milljónir punda í sumar og þar fyrir eru leikmenn eins og Mesut Özil, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette.
Athugasemdir
banner
banner
banner