Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. september 2020 09:35
Elvar Geir Magnússon
Liverpool bíður með að gera tilboð í Thiago
Powerade
Thiago Alcantara á æfingu hjá Bayern.
Thiago Alcantara á æfingu hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Er Torreira á förum?
Er Torreira á förum?
Mynd: Getty Images
Alexander Sörloth.
Alexander Sörloth.
Mynd: Getty Images
Bale, Alcantara, Origi, Messi, Sancho, Torreira, Koulibaly og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Liverpool mun bíða þar til í lokaviku félagaskiptagluggans áður en formlegt tilboð verður gert í spænska miðjumanninn Thiago Alcantara (29) hjá Bayern München. (TalkSport)

Manchester United er tilbúið að bjóða Gareth Bale (31) hjá Real Madrid stuttan samning eftir að hafa misst þolinmæðina í tilraunum til að kaupa Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund. Möguleiki er á að United fái Bale lánaðan frá Real. (Sun)

Bale er ekki hrifinn af því að fara á lánssamningi. (Mail)

Manchester United óttast að það verði aukin samkeppni um Sancho næsta sumar ef félaginu tekst ekki að kaupa hann frá Borussia Dortmund í þessum glugga. (ESPN)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, mun biðja Lionel Messi (33) um að taka á sig launalækkun. (Deportes Cuatro)

Manchester City hefur boðið 82 milljónir punda í úrúgvæska varnarmanninn Jose Gimenez (25) hjá Atletico Madrid. (AS)

Tyrkneska félagið Fenerbahce er í viðræðum við Liverpool um möguleg kaup á Divock Origi (25). Aston Villa, Newcastle, Brighton og Fulham hafa einnig áhuga á belgíska sóknarmanninum. (Mirror)

Arsenal gæti leyft Lucas Torreira (24) að fara á lánssamningi fyrir gluggalok. Fiorentina og Torino hafa hafa áhuga á úrúgvæska miðjumanninum. (Guardian)

Ef Manchester City eða Paris St-Germain klára ekki samning við senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly (29) fyrir helgi mun Napoli taka hann af markaðnum. (Football Italia)

Argentínski miðjumaðurinn Rodrigo de Paul (26) hjá Udinese sagði að hann væri nálægt því að ganga í raðir Leeds United en eyddi svo færslunni á Twitter. (Star)

Manchester United er í viðræðum við Real Madrid um möguleg kaup á vinstri bakverðinum Sergio Reguilón (23). Leikmaðurinn var á láni hjá Sevilla á síðasta tímabili en félagið hefur fengið argentínska vinstri bakvörðinn Marcos Acuna (28) frá Sporting. (Evening Standard)

West Ham íhugar að gera annað tilboð í enska varnarmanninn James Tarkowski (27) hjá Burnley. (Evening Standard)

Tottenham er að bjóða pólska sóknarmanninum Arkadiusz Milik (26) hjá Napoli samning upp á 90 þúsund pund í vikulaun og 5 milljónir punda við undirskrift. (Football Insider)

Tottenham undirbýr tilboð í hollenska sóknarmanninn Bas Dost (31) hjá Eintracht Frankfurt. (Mail)

Enski miðjumaðurinn Conor Gallagher (20) hjá Chelsea mun ganga í raðir West Bromwich Albion á lánssamningi. Hann mun gera nýjan samning við Chelsea áður en gengið verður frá láninu. (Football.London)

Argentínski markvörðurinn Emi Martínez (28) er að ganga frá skiptum frá Arsenal til Aston Villa fyrir 20 milljónir punda. (Evening Standard)

Aston Villa er nálægt því að tryggja sér sóknarmanninn Bertrand Traore (25) frá Lyon. (Telegraph)

Tottenham hefur áhuga á norska sóknarmanninum Alexander Sörloth (24) samkvæmt Ahmet Agoglu, forseta Trabzonspor í Tyrklandi. Sörloth er á láni hjá Trabzonspor frá Crystal Palace. (Independent)

Aston Villa hefur sent Werder Bremen fyrirspurn í miðjumanninn Milot Rashica (24) frá Kosóvó. (Deichstube)

Sóknarmaðurinn Keinan Davis (22) er með nýtt samningstilboð frá Aston Villa í höndunum. (Football Insider)

Bandaríski markvörðurinn Zack Steffen (25) mun spila sinn fyrsta leik fyrir Manchester City í næstu viku, í deildabikarleik. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner