Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 15. september 2021 23:23
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum stálheppnir. Ég þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í þessari keppni. Fylkismenn voru mjög góðir í dag en voru óheppnir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir nauman sigur gegn Fylki þar sem úrslitin réðust með sjálfsmarki í framlengingu.

Maður leiksins var Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, sem átti hreint frábæran leik.

Víkingar eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir munu mæta Vestra í byrjun október.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þeir munu mæta KR á Meistaravöllum á sunnudag. Arnar hefði væntanlega viljað sleppa við að spila 120 mínútur í kvöld, eða hvað?

„Samt ekki, þegar þú ert kominn svona langt þá er þreyta bara hugarástand. Þegar þú ert að berjast um tvo titla. Það eru þreyttar lappir en það er ekkert mál að rífa sig upp úr því. Bikarkeppnin hefur að mörgu leyti verið skrítin þetta árið og mikil rómantík í henni."

Víkingar eru ánægðir með að vera í þeirri stöðu þegar stutt er eftir að geta tekið þetta tvöfalt.

„Þetta hefur verið ótrúlegt sumar að mörgu leyti. Nú eru fáir leikir eftir. Það þarf ekkert að rífa sig í gang fyrir leik á Meistaravöllum gegn KR, þeir hafa líka að miklu að keppa."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Arnar meðal annars um tíðindi af Kára Árnasyni, leikmannaleit fyrir næsta tímabil og stuðningsmenn Víkings sem hafa verið duglegir að láta í sér heyra að undanförnu og skemmta sér vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner