Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 15. september 2021 23:23
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum stálheppnir. Ég þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í þessari keppni. Fylkismenn voru mjög góðir í dag en voru óheppnir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir nauman sigur gegn Fylki þar sem úrslitin réðust með sjálfsmarki í framlengingu.

Maður leiksins var Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, sem átti hreint frábæran leik.

Víkingar eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir munu mæta Vestra í byrjun október.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þeir munu mæta KR á Meistaravöllum á sunnudag. Arnar hefði væntanlega viljað sleppa við að spila 120 mínútur í kvöld, eða hvað?

„Samt ekki, þegar þú ert kominn svona langt þá er þreyta bara hugarástand. Þegar þú ert að berjast um tvo titla. Það eru þreyttar lappir en það er ekkert mál að rífa sig upp úr því. Bikarkeppnin hefur að mörgu leyti verið skrítin þetta árið og mikil rómantík í henni."

Víkingar eru ánægðir með að vera í þeirri stöðu þegar stutt er eftir að geta tekið þetta tvöfalt.

„Þetta hefur verið ótrúlegt sumar að mörgu leyti. Nú eru fáir leikir eftir. Það þarf ekkert að rífa sig í gang fyrir leik á Meistaravöllum gegn KR, þeir hafa líka að miklu að keppa."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Arnar meðal annars um tíðindi af Kára Árnasyni, leikmannaleit fyrir næsta tímabil og stuðningsmenn Víkings sem hafa verið duglegir að láta í sér heyra að undanförnu og skemmta sér vel.
Athugasemdir
banner
banner