mið 15. september 2021 22:20
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er verið að fara að draga í undanúrslit Mjólkurbikars karla en drátturinn verður í markaþættinum sem er í gangi á Stöð 2 Sport.

Fótbolti.net fylgist með drættinum í beinni textalýsingu

Í pottinum er ríkjandi bikarmeistarar Víkings ásamt Keflavík, ÍA og svo Lengjudeildarliði Vestra sem vann gríðarlega óvæntan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals.

Það hefur verið ákveðin rómantík yfir bikarnum á þessu tímabili og meira um óvænt úrslit en oft áður.

Víkingar unnu bikarinn 2019 og eru því enn ríkjandi bikarmeistarar þar sem keppnin var ekki kláruð í fyrra. Víkingar eru klárlega sigurstranglegasta liðið sem eftir er í keppninni.

Keflavík og ÍA eru bæði í fallhættu í Pepsi Max-deildinni og Vestri hefur siglt lygnan sjó í Lengjudeildinni.

Undanúrslitin verða leikin í byrjun október og úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli 16. október.
22:56
Það held ég. Þessum drætti er lokið og ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum!

Takk fyrir að fylgjast með!

Eyða Breyta
22:56
ÍA - KEFLAVÍK

VESTRI - VÍKINGUR


Eyða Breyta
22:56
Þá er dregið andstæðinga...

Eyða Breyta
22:55
VESTRI FÆR HEIMALEIK Á ÍSAFIRÐI!

Eyða Breyta
22:55
Þá er það seinna heimaliðið....

Eyða Breyta
22:55
ÍA FÆR HEIMALEIK

Eyða Breyta
22:55
Kúlurnar eru komnar í pottinn og Máni byrjar að draga!

Eyða Breyta
22:55
Í undanúrslitum er fyrst dregið hvaða tvö lið fá heimaleiki í undanúrslitum.

Eyða Breyta
22:54
Útsending er hafin að nýju og Henry Birgir spjallar við Birki Sveins. Birkir mættur með mjólkurglas og með bikarinn sjálfan einnig.

Eyða Breyta
22:53



Eyða Breyta
22:51
Jæja drátturinn er handan við hornið, auglýsingahlé og svo er komið að því að hræra í pottunum. Birkir Sveinsson mótastjóri (sinnir reyndar öllum störfum hjá KSÍ núna held ég) er mættur í hús.



Eyða Breyta
22:50


Það var mikil stemning hjá stuðningsmönnum Víkings í kvöld, eins og verið hefur í leikjum liðsins að undanförnu. Hópur Víkinga mætti á Wurth-völlinn í Árbænum með þessum fararskjóta!

Eyða Breyta
22:48
Svo var það leikur Fylkis og Víkings þar sem úrslitin réðust með sjálfsmarki í framlengingu. Víkingar fögnuðu sigri. Fylkismenn höfðu klúðrað vítaspyrnu í venjulegum leiktíma og þá fengu þeir urmul tækifæra. Ingvar Jónsson var maður leiksins.

Hér getur þú lesið nánar um þann leik

Eyða Breyta
22:46
Skagamenn lentu í kröppum dansi gegn ÍR og lentu undir í Breiðholti. En ÍA sýndi karakter, kom til baka og vann 1-3 sigur. ÞÞÞ skoraði gull af marki í þeim leik.

Hér getur þú lesið nánar um þann leik

Eyða Breyta
22:44
Leikurinn sem allir eru að tala um er leikur Vestra og Vals sem heimamenn unnu óvænt 2-1 á Ísafirði. Bikarævintýri þar. Sæti Heimis Guðjónssonar er væntanlega orðið mjög heitt.

Smelltu hér til að lesa nánar um þann leik

Eyða Breyta
22:43
Nú er verið að fara yfir leik HK og Keflavíkur í þættinum, leikurinn var hreinlega magnaður og endaði 3-5. Taumlaus skemmtun!

Smelltu hér til að lesa nánar um þann leik

Eyða Breyta
22:40
Undanúrslitin verða leikin í byrjun október og úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli 16. október.

Eyða Breyta
22:37
Í pottinum er ríkjandi bikarmeistarar Víkings ásamt Keflavík, ÍA og svo Lengjudeildarliði Vestra sem vann gríðarlega óvæntan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals.

Það hefur verið ákveðin rómantík yfir bikarnum á þessu tímabili og meira um óvænt úrslit en oft áður.

Víkingar unnu bikarinn 2019 og eru því enn ríkjandi bikarmeistarar þar sem keppnin var ekki kláruð í fyrra. Víkingar eru klárlega sigurstranglegasta liðið sem eftir er í keppninni.

Keflavík og ÍA eru bæði í fallhættu í Pepsi Max-deildinni og Vestri hefur siglt lygnan sjó í Lengjudeildinni.

Eyða Breyta
22:35
Heil og sæl!

Eins og áður segir þá er verið að fara að draga í Mjólkurmörkunum á Stöð 2 Sport. Þar eru Henry Birgir og Þorkell Máni að fara yfir málin í þessum skrifuðu orðum.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner