Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   mið 15. september 2021 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum ekki meiri aðvörun
Brynjar Björn þjálfari HK
Brynjar Björn þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að fara áfram í bikarnum. Við komum okkur sjálfir í vonda stöðu og Keflavík þarf lítið að hafa fyrir því og það er eitthvað sem við þurfum að laga og má ekki gerast í næstu leikjum.“
Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir sárt 5-3 tap hans manna gegn Keflavík í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Á flestum eðlilegum dögum ættu þrjú mörk að duga til þess að vinna fótboltaleik en í kvöld var annað upp á teningnum. Heimamenn reyndust sjálfum sér verstir og gáfu gestunum tvö mörk á silfurfati í fyrri hálfleik. Um það sagði Brynjar.

„Menn eru bara mannlegir og gera mistök og taka ákvarðanir inn á vellinum. Við tókum tvær mjög slæmar ákvarðanir og það kom okkur í þessa stöðu. Að öðru leiti skoruðum við þrjú góð mörk, fengum færi og dæmt af okkur mark.“

HK sem á í harðri fallbaráttu í Pepsi Max deildinni fær ekki langan tíma til að rífa sig upp eftir þetta tap en liðið mætir Stjörnunni í deildinni næstkomandi mánudag. Kannski ágætt fyrir þá baráttu að fá þetta kjaftshögg í kvöld til að læra af því fyrir komandi leiki. Spurði fréttaritari Brynjar.

„Já við fáum ekki meiri aðvörun fyrir þessa leiki sem eftir eru og ég sé ekki annað og trúi ekki öðru en að menn vilji bæði sem lið og einstaklingar fá betri frammistöðu. “

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner