Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. september 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Virgil vildi þetta ekki og ekki ég heldur"
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Heimasíða Liverpool
Það vakti athygli að Virgil van Dijk er ekki í byrjunarliði Liverpool gegn AC Milan í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Van Dijk er á bekknum, rétt eins og Sadio Mane. Þeir eru báðir lykilmenn í liðinu.

„Virgil hefði getað spilað. Ég þurfti að vera skynsamur. Það eru margir leikir framundan. Virgil vildi þetta ekki og ég vildi þetta ekki heldur, en ég varð samt að gera þetta."

Van Dijk var frá lengst af á síðasta tímabili vegna meiðsla og eru engar áhættur teknar með hann.

„Við þurftum líka hraða fram á við og verðum að nota hópinn. Þetta er ekki vanvirðing á AC Milan. Við vildum fá inn ferska fætur og koma mótherjanum á óvart," sagði Klopp.

Liverpool er nú þegar komið með 1-0 forystu á Anfield; Trent Alexander-Arnold skoraði markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner