Breiðablik vann HK á Kópavogsvelli í dag í markaleik. 5-3 fór leikurinn Blikum í vil.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 3 HK
Viktor Karl kom Blikum yfir snemma leiks en á þriggja mínútna kafla tóku HK-ingar forystuna með mörkum frá Eið Gauta og Arnþóri Atla. HK leiddi 2-1 í hálfleik. Davíð Ingvars gerði sig sekan um skelfileg mistök í öðru marki HK.
Breiðablik var ekki búið að syngja sitt síðasta en Kristófer Ingi jafnaði leikinn fyrir þá grænklæddu þegar aðeins 9 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Nokkrum mínútum síðar bætti Aron Bjarna við og Breiðablik búnir að snúa leiknum við á fjórum mínútum.
Tveimur mínútum eftir það kom Höskuldur Gunnalugsson, fyrirliði Blika, Breiðablik yfir í 4-2 með skalla eftir hornspyrnu frá Kristni Jónssyni. Aron Bjarna skoraði síðan sitt annað mark í leiknum eftir glæsilegan undirbúning Davíðs Ingvarssonar.
Atli Þór Jónsson elskar að skora á Kópavogsvelli líkt og í 1. umferð deildarinnar í fyrra en hann gerði það í dag líka. Hann minnkaði muninn í 5-3 en það var of lítið of seint.
Blikar fara núna aftur á toppinn í bili, þremur stigum á eftir Víkingum sem eiga leik til góða. HK-ingar sitja í 10. sæti, tveimur stigum frá Vestra í 11. sæti og þremur stigum frá Fylki í neðsta sætinu. Fylkir og Víkingur eigast við á morgun. Hægt er að sjá töfluna í heild sinni hér að neðan.
Breiðablik 5 - 3 HK
1-0 Viktor Karl Einarsson ('9 )
>1-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('25 )
1-2 Arnþór Ari Atlason ('28 )
2-2 Kristófer Ingi Kristinsson ('54 )
>3-2 Aron Bjarnason ('58 )
4-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('61 )
5-2 Aron Bjarnason ('78 )
5-3 Atli Þór Jónasson ('93 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir