Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   sun 15. september 2024 16:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og HK: Lykilmenn í banni
Ísak Snær Þorvaldsson tekur út leikbann og verður í stúkunni í dag
Ísak Snær Þorvaldsson tekur út leikbann og verður í stúkunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lokaumferðin fyrir skiptingu heldur áfram kl 17:00 í dag þegar slagurinn um Kópavog fer fram á Kópavogsvelli. Breiðablik tekur þá á móti HK. 

Breiðablik halda í vonina um að enda efstir og tryggja sér heimaleik gegn liðinu í 2.sæti í lokaumferðinni. Blikar eru í harðri baráttu við Víking um toppsætið og gæti farið svo að markatalan muni skera úr um það hvor endar fyrir ofan svo það má búast við árænum Blikum hér í dag.

HK vilja hefja úrslitakeppnina fyrir ofan rauðu línuna og vilja reyna komast með smá forskot á liðin fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

Breiðablik neyðast til að gera breytingar á sínu líði þar sem Ísak Snær Þorvaldsson og Arnór Gauti Jónsson taka út leikbönn. Inn í þeirra stað koma Kristófer Ingi Kristinsson og Andri Rafn Yeoman.

HK eru þá einnig neyddir í breytingar á sínu liði þar sem Birkir Valur Jónsson er einnig í leikbanni. HK gera þrjár breytingar en inn koma Kristján Snær Frostason, Arnþór Ari Atlason og Brynjar Snær Pálsson.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið HK:
1. Christoffer Petersen (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
30. Atli Þór Jónasson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner