Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 15. október 2018 12:09
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Ingi: Þægilegt að hafa mömmu að elda fyrir mig
Kristófer í leiknum gegn Norður-Írlandi.
Kristófer í leiknum gegn Norður-Írlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslenska U21-landsliðið mætir Spáni á Floridana-vellinum í Árbæ á morgun klukkan 16:45. Þetta er lokaleikur Íslands í undankeppni EM en ljóst er að strákarnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram. Spánverjar hafa unnið riðilinn.

„Spánverjar eru með frábært lið og þetta verður skemmtilegur leikur. Það er alltaf gaman að keppa á móti bestu liðunum. Vonandi verður þetta góður leikur fyrir okkur," segir Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður U21-liðsins.

Kristófer spjallaði við Fótbolta.net á æfingu í morgun en hann spilar fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað tvo leiki í deildinni og er búinn að skora sitt fyrsta mark.

„Maður vill alltaf fleiri mínútur en það er erfitt þegar það eru góðir menn í liðinu. Þá þarf maður bara að vera þolinmóður. Ég þarf að sýna hvað ég get þegar ég fæ að spila."

„Maður bætir sig mikið í fótbolta þarna. Það er mikið lagt upp úr tækni og að spila boltanum. Það hentar mér mjög vel að vera þarna. Fjölskyldan er með mér úti og það er þægilegt fyrir mig, mamma eldar mat fyrir mig. Ég er mjög heppinn með fjölskylduna og gott að vera þarna."

Hann var svo beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni, fyrir þá lesendur sem ekki þekkja til hans.

„Ég er góður á boltanum, hraður og góður að taka menn á," segir Kristófer en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar spáir hann meðal annars í leik Íslands og Sviss í kvöld!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner