Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold í heimsmetabók Guinness
Trent Alexander-Arnold með nýju bókina og innrammaða viðurkenningu frá Guinness World Records
Trent Alexander-Arnold með nýju bókina og innrammaða viðurkenningu frá Guinness World Records
Mynd: Heimsmetabók Guinness
Enski bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold fær nafn sitt skráð í heimsmetabók Guinness 2020 en hann átti frábært ár með Liverpool.

Alexander-Arnold er 21 árs gamall en átti frábært tímabil með Liverpool á síðasta ári er liðið náði í 97 stig í ensku úrvalsdeildinni og vann svo Meistaradeild Evrópu.

Hann lagði upp tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni en enginn varnarmaður hafði náð því afreki.

Alexander-Arnold fær því nafn sitt skráð í heimsmetabók Guinness en Everton-mennirnir Leighton Baines og Andy Hinchcliffe áttu fyrra met eða ellefu stoðsendingar.

Hann er nú þegar kominn með tvær stoðsendingar í fyrstu átta leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner