Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
De Ligt: Veit ekki af hverju ég er ekki að spila nógu vel
Matthijs De Ligt.
Matthijs De Ligt.
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt, varnarmaður Juventus, segist ekki vera ánægður með frammistöðu sína hingað til á tímabilinu.

Hinn tvítugi De Ligt varð í sumar dýrasti varnarmaðurinn í sögu Serie A þegar Juventus keypti hann frá Ajax á 75 milljónir evra.

„Hjá Ajax leið mér eins og ég væri ósigrandi. Í dag er þetta öðruvísi. Ég tel að það sé eðlilegt því þetta er allt nýtt fyrir mér. Ég er að bæta mig og ég hef ekki áhyggjur," sagði De Ligt.

„Ég veit ekki sjálfur af hverju ég er ekki að spila eins vel og ég myndi vilja. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að leggja hart að mér, gera mitt besta og reyna að læra af liðsfélögum mínum."

„Ég er að spila og það er aðalatriðið því að lokum er ég viss um að allt fari vel og þetta tímabil verði jákvætt."

Athugasemdir
banner
banner
banner