Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Búlgaríu: Ég skammast mín
Ivelin Popov ræðir málin við dómara leiksins
Ivelin Popov ræðir málin við dómara leiksins
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ivelin Popov, fyrirliði búlgarska landsliðsins, var niðurlútur í viðtali við Mirror eftir 6-0 tapið gegn Englandi. Hann skammast sín fyrir hegðun búlgörsku stuðningsmannanna.

Stuðningsmenn Búlgaríu voru með kynþáttaníð í garð hörundsdökkra leikmanna enska liðsins og þurfti að stöðva leikinn í tvígang.

Popov tók til sinna ráða í hálfleik og ræddi við stuðningsmennina og bað þá vinsamlegast um að hætta þessu en hann hefur fengið mikið lof fyrir sinn þátt.

Formaður búlgarska knattspyrnusambandsins sagði af sér í dag eftir þetta atvik og ljóst að UEFA mun rannsaka þetta frekar. Þó virðast ekki allir sammála um þessa hegðun en Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, sagðist ekki hafa heyrt neitt og þá tók markvörður liðsins undir með honum en Popov talaði þó ekki undir rós.

„Ég skammast mín eiginlega. Við erum ellefu á móti ellefu og það skiptir ekki máli hvernig þú ert á litinn. Það á ekki að skipta máli, við erum öll eins og við erum stór fótboltafjölskylda," sagði Popov.

„Ef við gerum þetta öll saman þá getum við stöðvað þessa ógeðslegu hluti. Það var mikilvægt að ég talaði svona við þá því þetta er stórt vandamál fyrir allra, knattspyrnusambandið okkar, fyrir England og ef þeir hefðu sagt fleiri orð aftur þá hefði leikurinn verið flautaður af."

„Það væri risastórt refsing og þetta er ekki gott fyrir búlgarskan fótbolta því ef einhverjir leikmenn vilja koma hingað að spila og heyra svo af svona hlutum og hvernig stuðningsmenn koma fram við leikmenn, það getur bara ekki verið gott fyrir fótboltann."

„Ég skil að þeir eru reiðir og staðan var 4-0 og þeir vildu ekki tala við mig en þegar ég byrjaði að ræða málin þá skildu þeir þetta og mér fannst seinni hálfleikurinn aðeins betri."

„Ég vil ekki að þetta sé svona, þetta er ekki gott fyrir okkur, knattspyrnusambandið né þjóðina. Hvernig líður mér með þetta? Mér líður ekki vel því við spiluðum ekki vel, töpuðum 6-0 og svo gerðist þetta og það var hreint út sagt ömurlegt.

„Þessu verður að linna. Við erum með lið eins og Ludogorets hérna þar sem við erum með leikmenn frá mismunandi löndum og ég hef ekki heyrt af þessu vandamáli í búlgörsku deildinni og ég skil ekki af hverju þeir haga sér svona því þessir stuðningsmenn elska enska boltann."

„Fólk í Búlgaríu styður Chelsea, Liverpool, Manchester-liðin og þess vegna skil ég þetta ekki. Þetta kemur mér á óvart,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner